top of page
Við viljum auka ráðstöfunartekjur eldri borgarbúa
Eldri íbúar megi vinna sér inn 1.400.000 kr. umfram það sem nú er án þess að afslættir á fasteignagjöldum skerðist.
Staðan í dag
Fasteignagjöld geta verið há og íþyngjandi sérstaklega fyrir fólk sem reiðir sig á lífeyrisgreiðslur.
â
Eldri borgarar geta fengið allt að 100% afslátt af fasteignagjöldum eftir tekjum.
Í dag eru tekjumörkin fyrir 100% afslátt 4.950.000 kr. - það eru 412.500 kr. á mánuði.
â
Hvati fyrir eldri íbúa til þess að vinna sér inn aukatekjur er lítill, enda eiga þeir á hættu að ávinningurinn verði étinn upp af skattheimtu borgarinnar.
Við viljum hækka tekjumörkin upp í 6.350.000 kr. á ári þannig að fólk geti unnið sér inn 1.400.000 kr. aukalega án þess að afslættir skerðist - það eru 529.160 kr. á mánuði
Skerðing á skattaafsláttum hefur letjandi áhrif á þá sem vilja og geta haldið áfram að gefa af sér til samfélagsins. Hvatarnir eru öfugir.
Eldri íbúar Reykjavíkur eiga skilið að njóta ávaxta erfiðis síns. Við viljum létta ykkur byrðarnar.
Þrátt fyrir framtaksleysi, sífellt verri þjónustu og mikla skuldasöfnun, er núverandi borgarstjórnarmeirihluti að setja met í skattheimtu...
bottom of page