top of page

Lifandi borgarhverfi 

Við viljum efla borgarhverfin og tryggja aukna nærþjónustu innan hverfa. Hverfin þurfa að vera barnvæn, örugg og stuðla að bættri lýðheilsu íbúanna.

_lina9.png

Við viljum gera fleiri borgarhverfi að svokölluðum 15 mínútna hverfum þar sem hægt er að nálgast helstu verslun og þjónustu í korters göngufæri frá heimili.

 

Við viljum efla verslunarkjarna innan borgarhverfa og bjóða stofnstyrki til þeirra sem hyggjast hefja starfsemi í auðum rýmum. Þannig má styðja við einkaframtak í borginni og ryðja veginn fyrir þá sem vilja sækja fram.

 

Við viljum styðja við aukna fjarvinnu og tryggja fjölgun vinnustaða í austurborginni. Þannig má jafna skipulagshallann í borginni og ná auknu jafnvægi á umferðarstrauma 

 

Við viljum standa vörð um græn svæði innan borgarinnar og efla þau enn frekar sem útivistarsvæði. Borgarhverfin verði barnvæn, örugg og stuðli að bættri lýðheilsu íbúanna.

bottom of page