top of page

Skapandi borg

Listir og menning er mótandi afl í samfélaginu og skapandi drifkraftur. Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur hjá skapandi fólki. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa jákvæða hvata fyrir framfarir og verðmætasköpun í Reykjavík. Tryggja þarf að opinber kerfi hafi hvetjandi, en ekki hamlandi áhrif á frumkvæði og framtak í borginni.

_lina3.png

Við viljum að Reykjavík sé framsækinn og spennandi valkostur fyrir alla og verði menningarborg á heimsmælikvarða. Lifandi og öflug menning laðar að fólk frá öllum heimshornum sem eflir bæði atvinnulíf og mannlíf í borginni.

 

Við viljum hefja undirbúning að stofnun danshúss í samstarfi við ríkið, að norrænni fyrirmynd.

 

Styðja þarf enn betur við grasrótarstarf listamanna í borginni og stórefla sjóði á borð Menningarsjóð og Borgarhátíðarsjóð.

 

Stærsti hluti listamanna á Íslandi er sjálfstætt starfandi. Bæta þarf faglegt vinnurými og aðstöðu listamanna, t.d. að korpúlfsstöðum og fleiri stöðum.

Við teljum nauðsynlegt að auka vægi list-, verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri að þroska hæfileika sína og undirbúa börn undir veruleika framtíðar.

bottom of page