top of page

Óheilindi borgarstjóra um flugvöllinn

Marta Guðjónsdóttir. Borgarfulltrúi


Það er vel þess virði að skoða þau vinnu­brögð borg­ar­stjóra sem urðu að ágrein­ingi milli hans og innviðaráðherra í síðustu viku.


Sam­komu­lag um flug­völl

Í nóv­em­ber 2019 gerðu borg­ar­stjóri og innviðaráðherra með sér op­in­bert sam­komu­lag um að borg­ar­yf­ir­völd skertu hvorki rekstr­arör­yggi né flu­gör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar á meðan nýr flug­völl­ur væri ekki kom­inn í notk­un. Eft­ir und­ir­rit­un sam­komu­lags­ins lét borg­ar­stjóri engu að síður halda áfram að skipu­leggja íbúðabyggð í Skerjaf­irði þótt fyr­ir­séð væri að sú byggð myndi tefla á tæp­asta vað með flu­gör­yggi vall­ar­ins.


Óskilj­an­leg skipu­lags­áform

Þessi skipu­lags­áform eru nú orðin ein­hver þau um­deild­ustu í sögu borg­ar­inn­ar. Þeim er ætlað að marg­falda íbúðabyggð Skerja­fjarðar, sunn­an flug­braut­ar, án þess að gerðar verði viðeig­andi ráðstaf­an­ir með um­ferð til og frá svæðinu. Skerf­irðing­ar voru í engu hafðir með í ráðum og neitað um sóma­sam­lega kynn­ingu á þess­um áform­um. Auk þess hafa átta op­in­ber­ar fag­stofn­an­ir gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við skipu­lagið, án þess að borg­ar­yf­ir­völd hafi tekið til­lit til þeirra. Í um­sögn sinni áréttaði Sam­göngu­stofa nauðsyn þess og skyldu að tryggja að flu­gör­yggi við notk­un flug­vall­ar­ins skert­ist ekki og benti þar sér­stak­lega á til­tek­in atriði sem upp­fylla þarf sam­kvæmt alþjóðleg­um sátt­mál­um.

Isa­via fékk hol­lensku loft- og geim­ferðastofn­un­ina til að rann­saka áhrif nýrr­ar byggðar á vindafar á Reykja­vík­ur­flug­velli. Niður­stöður þeirr­ar rann­sókn­ar kveða m.a. á um að vinna þurfi sér­stakt áhættumat vegna hinn­ar nýju byggðar. Það áhættumat hef­ur ekki verið unnið enn.


Ein­beitt­ur brota­vilji

En borg­ar­stjóri hef­ur ekki haft áhyggj­ur af áhættumati. Þvert á móti samþykkti borg­ar­stjórn deili­skipu­lag Nýja Skerja­fjarðar í apríl 2021. Í fe­brú­ar 2022 fékk borg­ar­stjóri bréf frá innviðaráðuneyti þar sem óskað var eft­ir skýr­ing­um hans á því hvernig hann hygðist tryggja hvort tveggja, flu­gör­yggi og rekstr­arör­yggi vall­ar­ins, í ljósi þess­ara bygg­ingaráforma. Farið var fram á svar inn­an til­tek­inna tíma­marka. Borg­ar­stjóri fékk tví­veg­is frest­un á að svara en á sama tíma, hinn 31. mars sl., lét hann samþykkja stækk­un bygg­ing­ar­reits við Skelja­nes og fjölg­un íbúða á svæðinu um 80 tals­ins.

Ráðherra var nú ljóst að Dag­ur ætlaði ekki að standa við sam­komu­lagið og lýsti því yfir að Reykja­vík­ur­borg yrði að svo komnu máli ekki af­hent það svæði inn­an flug­vall­ar­ins sem til stóð. Viðbrögð borg­ar­stjóra urðu þá þau, degi síðar, að leggja fram til­lögu í borg­ar­ráði um út­hlut­un 4.965 fer­metra lóðar og bygg­ing­ar­rétt fyr­ir allt að 140 íbúðir.

Þegar ágrein­ing­ur­inn varð að frétt á Stöð 2 og fréttamaður spurði borg­ar­stjóra hvort hann væri ekki að brjóta sam­komu­lagið frá því 2019 seg­ir borg­ar­stjóri í frétt­um Stöðvar 2: „Þarna þarf Isa­via að fara í bara ákveðið áhættumat og hugs­an­lega mót­vægisaðgerðir. En flu­gör­yggi er í engu raskað.“

Þegar borg­ar­stjóra var síðan bent á að þess­ar mót­vægisaðgerðir þýddu að það þyrfti að loka flug­vell­in­um þegar ákveðnar aðstæður kæmu upp og þar með skerða rekstr­arör­yggið svaraði hann: „Það er vænt­an­lega það sem hugs­an­lega kæmi út úr áhættumat­inu.“

Með þess­um viðbrögðum sín­um viður­kenn­ir borg­ar­stjóri blátt áfram að íbúðabyggðin muni að öll­um lík­ind­um skerða rekstr­arör­yggi vall­ar­ins. Hann hef­ur því all­an tím­ann ætlað sér að brjóta það sam­komu­lag sem hann gerði við innviðaráðherra um flug­völl­inn.

Eitt helsta póli­tíska mark­mið borg­ar­stjór­ans er að koma Reykja­vík­ur­flug­velli úr Vatns­mýr­inni. Hann neit­ar borg­ar­bú­um um að kjósa um þetta álita­mál þótt fjöldi skoðanakann­ana og 70 þúsund und­ir­skrift­ir frá borg­ar­bú­um og lands­mönn­um gefi ótví­rætt til kynna að þeir vilja hafa flug­völl­um áfram í Vatns­mýri. Og hann sér held­ur ekk­ert at­huga­vert við það að gera sam­komu­lag um flug­völl sem hann hef­ur aldrei ætlað að standa við. Slíkt hátta­lag er frá­gangs­sök.


Morgunblaðið, 9. maí. 2022.

6 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page