top of page

Sjálfstæðismenn standa með heimilunum

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:


Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun frysta fasteignaskatta á heimili og atvinnurekendur í borginni ef hann nær meirihluta í kosningunum. Sú aðgerð væri viðbragð við áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana.


Reykvísk heimili finna nú fyrir verðhækkunum á öllum vígstöðvum. Nauðsynlegt er að Reykjavíkurborg nýti sín úrræði til að standa með fólki og fyrirtækjum.


Sitjandi meirihluta hefur mistekist að byggja húsnæði í takt við fyrirsjáanlega mannfjöldaþróun. Undir núverandi kerfi – þar sem fasteignaskattar eru beintengdir við fasteignamat – hefur borgin óeðlilegan fjárhagslegan hvata af áframhaldandi hækkun fasteignaverðs. Þennan hvata þarf að aftengja.


Heimilum og atvinnurekendum er gert að greiða fasteignaskatta, en eins og alþekkt er þá er atvinnurekendum sá einn kostur nauðugur að velta sínum kostnaðarhækkunum yfir í verðlag. Sem bitnar á neytendum.


Með því að frysta fasteignaskattinn og gera stórátak í húsnæðisuppbyggingu getur borgin slegið tvær flugur í einu höggi. Lagt sitt að mörkum til að koma böndum á útgjaldaaukningu heimilanna og dregið úr stjórnlausum hækkunum á húsnæðisverði.


Ríkisstjórnin hefur tilkynnt um aðgerðapakka vegna áhrifa verðbólgu og vaxtahækkana á heimilin. Reykjavíkurborg getur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum.


Hlutverk borgaryfirvalda er ekki að sóa skattfé í aukaatriði. Heldur að stýra fjármálum af festu. Að stíga inn í mál, borgarbúum til aðstoðar ef skórinn kreppir.


Þess vegna þurfum við að reka borgina betur. Til að vera aflögufær þegar kallið kemur.


Morgunblaðið, 8 maí. 2022.

18 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page