top of page

Viljum velferðarþjónustu sem virkar í Reykjavík

Þorkell Sigurlaugsson, skipar 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins


Vel­ferðarþjón­usta við íbúa í Reykja­vík er víðfeðmur mála­flokk­ur og mik­il­væg­ur fyr­ir lífs­gæði al­menn­ings, einkum eldra fólk og börn, viðkvæm­ustu þjóðfé­lags­hóp­ana. Þetta er jafn­framt um­fangs­mesti út­gjaldaliður borg­ar­inn­ar, um 43 millj­arðar króna árið 2021, næst á eft­ir skóla- og frí­stunda­mál­um, og lyk­il­atriði fyr­ir borg­ar­búa að fjár­mun­ir séu vel nýtt­ir.


Mik­il tæki­færi liggja í bættri þjón­ustu og auk­inni skil­virkni með nýrri vel­ferðar­tækni, auk þess sem aðlaga má margt í vel­ferðarþjón­ust­unni bet­ur að þörf­um íbúa. Fram­far­ir í heil­brigðis­tækni stuðla að því, ásamt ný­sköp­un og nýj­um lausn­um í fjar­skipta- og upp­lýs­inga­tækni, að sí­fellt fleiri geta starfað leng­ur og notið fjöl­breyttra lífs­gæða enda þótt ald­ur­inn fær­ist yfir.


Betri for­varn­ir og biðlist­ana burt


Veru­leg tæki­færi liggja ekki síður í öfl­ugri for­vörn­um. Leggja þarf aukna áherslu á heilsu­efl­andi þætti í formi hreyf­ing­ar og íþrótta í skól­um borg­ar­inn­ar og að boðið verði þar upp á viðun­andi aðstöðu. Einnig þarf að grípa inn í ef grun­ur leik­ur á geðræn­um eða fé­lags­leg­um vanda. Um helm­ing­ur þeirra sem fara á ör­orku fyr­ir 35 ára ald­ur er með geðsjúk­dóma sem meg­in­skýr­ingu. Til­rauna­verk­efni hafa jafn­framt sýnt fram á veru­leg­an ávinn­ing hjá fólki eldra en 65 ára af skipu­legri hreyf­ingu og nær­ing­ar­ráðgjöf.


Þá þarf að styrkja sam­vinnu al­menn­ings, grunn­skóla, frjálsra fé­laga­sam­taka og heil­brigðis­kerf­is­ins að bættu aðgengi að stuðningsúr­ræðum, s.s. grein­ingu barna og ung­menna. Snemm­tæk íhlut­un og aðgengi að réttu þjón­ust­unni get­ur komið í veg fyr­ir lífs­stíl­stengda sjúk­dóma, ör­orku og jafn­vel sjálfs­víg. Þá eru biðlist­ar eft­ir skóla­sál­fræðing­um og tal­meina­fræðing­um svart­ur blett­ur í vel­ferðar­mál­um borg­ar­inn­ar. Ástandið í þeim efn­um hef­ur farið versn­andi und­an­far­in ár og verður taf­ar­laust að snúa af þess­ari grýttu braut.


Mál­efni fólks með skerta starfs­orku


Ein­stak­ling­ar eiga að hafa val um að stýra þjón­ustu sinni sjálf­ir á grund­velli not­end­a­stýrðrar per­sónu­legr­ar aðstoðar (NPA) til þess að gera sem flest­um kleift að lifa sjálf­stæðu lífi. Reykja­vík­ur­borg get­ur ekki vikið sér und­an því lög­bundna hlut­verki. Ömur­legt að vita til þess að í ára­tugi hef­ur verið fjallað um frá­flæðivanda Land­spít­al­ans. Allt of lítið hef­ur gerst á þessu sviði og gerði Kveik­ur því ágæt skil sl. þriðju­dag ein­mitt á 20 ára af­mæli Sam­taka fé­laga í vel­ferðarþjón­ustu sem var haldið á Hrafn­istu.


Alltof mörg dæmi eru um að fötluðum nem­end­um líði illa í skól­an­um, ein­angrist og nái ekki tengsl­um við aðra nem­end­ur og kenn­ara. Þetta er mála­flokk­ur sem snýst ekki ein­vörðungu um hefðbund­in aðgeng­is­mál, eins og stiga og þrösk­ulda. Hér vega einnig þungt ýmis fé­lags­leg aðgeng­is­mál, for­dóm­ar, mennt­un og at­vinnu­tæki­færi.


Mál­efni eldri Reyk­vík­inga


Það er löngu tíma­bært að þjón­usta við eldri Reyk­vík­inga verði tek­in til gagn­gerr­ar end­ur­skoðunar. Samþætta þarf miklu bet­ur en nú er heima­hjúkr­un og fé­lags- og tóm­stundaþjón­ustu auk sál­gæslu. Ríki og borg­in eru ekki að stilla sam­an strengi í þess­um mál­um.


Reykja­vík­ur­borg þarf að hafa frum­kvæði að út­hlut­un lóða fyr­ir hjúkr­un­ar­heim­ili, íbúðir fyr­ir aldraða og þjón­ustukjarna. Sam­tal rík­is og Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur verið stirt þegar kem­ur að verka­skipt­ingu og sam­starfi á þessu sviði. Mik­il­vægt verk­efni fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn er að láta ekki aldraða og ör­yrkja líða fyr­ir sam­skipta­leysi á milli stjórn­valds­stiga í þess­um efn­um.


Nú­ver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti er áhuga­sam­ur um sam­göngusátt­mál­ann svo­kallaða og borg­ar­stjóri kall­ar nú eft­ir hús­næðis­sátt­mála svipaðrar gerðar af því að hon­um hef­ur mistek­ist að sinna hús­næðis­upp­bygg­ingu í Reykja­vík. En hvað með vel­ferðarsátt­mála? Er ekki mik­il­vægt að líta fyrst í eig­in barm og taka síðan upp sam­tal, sam­vinnu og gera vel­ferðarsátt­mála milli rík­is og Reykja­vík­ur­borg­ar?


Hvernig farið er með eldri íbúa í Reykja­vík sem þurfa fé­lags­lega eða heil­brigðistengda bú­setu eða þjón­ustu er okk­ur til vansa. Eldri íbú­ar verða fyr­ir ýms­um for­dóm­um og jafn­vel mann­rétt­inda­brot­um. Slíku þurf­um við að út­rýma eins og við höf­um verið að vinna að gagn­vart sam­kyn­hneigðum eða ójafn­rétti kynj­anna til launa eða stjórn­ar­starfa. Við fram­bjóðend­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins vilj­um taka vel­ferðar­mál­in föst­um tök­um. Á 20 ára af­mæl­is­hátíð Sam­taka fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu sl. þriðju­dag nefndu nokkr­ir for­svars­menn þess­ara sam­taka í sín­um fyr­ir­lestr­um hve langt við eig­um í land með að ná þeim ár­angri sem aðrar Norður­landaþjóðir hafa náð.


Reykja­vík verður að virka bet­ur í vel­ferðar­mál­um!


Morgunblaðið, 3. maí. 2022.

5 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page