top of page

Vinstri meirihlutinn vanrækir þarfir fyrirtækja í Reykjavík

Þorkell Sigurlaugsson, skipar 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins


Und­an­farn­ar vik­ur höf­um við fram­bjóðend­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík verið í sam­tali við borg­ar­búa og heim­sótt ýmis fé­laga­sam­tök og at­vinnu­fyr­ir­tæki. Hvort sem um er að ræða lít­il eða stór fyr­ir­tæki þá vant­ar mikið upp á sam­skipti Reykja­vík­ur­borg­ar við starfs­fólk og stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna og frum­kvæði borg­ar­inn­ar er lítið.


Reyk­vík­ing­ar hafa liðið fyr­ir ára­tuga frest­un Sunda­braut­ar, síversn­andi um­ferðarástand og óviðun­andi al­menn­ings­sam­göng­ur. Sunda­braut ætti að vera kom­in og myndi auðvelda alla fólks­flutn­inga og vöru­flutn­inga og jafn­framt greiða fyr­ir þróun bygg­ing­ar­mögu­leika á Geld­inga­nesi, Álfs­nesi og Kjal­ar­nesi, bæði fyr­ir íbúðar­hús­næði af ýms­um gerðum og at­vinnu­hús­næði. Álag um Ártúns­brekku væri veru­lega minna en í dag.


Stór­bæta þarf tengsl við at­vinnu­lífið í borg­inni

Þegar stjórn­kerfi borg­ar­inn­ar er skoðað, þá er því skipt upp í átta svið og sviðsstjór­ar fara með stjórn sviðanna í umboði borg­ar­stjóra; fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­svið, íþrótta- og tóm­stunda­svið, mannauðs- og um­hverf­is­svið, menn­ing­ar- og ferðamála­svið, skóla- og frí­stunda­svið, um­hverf­is- og skipu­lags­svið, vel­ferðarsvið og að lok­um þjón­ustu- og ný­sköp­un­ar­svið.

Þrátt fyr­ir að eng­inn hörg­ull sé á starfs­fólki hjá borg­inni virðist ekk­ert svið eða deild hafa það hlut­verk að sjá um sam­skipti og þjón­ustu við at­vinnu­fyr­ir­tæk­in í Reykja­vík og þeirra þarf­ir og framtíðar­sýn. Þetta sést ber­sýni­lega á því að borg­inni hef­ur mistek­ist að standa vörð um vel­ferð og þróun at­vinnu­fyr­ir­tækja i borg­inni og marka stefnu í þjón­ustu og lóðafram­boði fyr­ir at­vinnu­lífið.


Stöðvum flótta fyr­ir­tækja frá borg­inni

Reglu­leg sam­skipti og sam­starf við fyr­ir­tæk­in er grund­vall­ar­atriði við þróun borg­ar­inn­ar. Nú­ver­andi meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar í Reykja­vík hef­ur van­rækt þessi at­vinnu­líf­stengsl.

Lítið hef­ur verið gert til að koma í veg fyr­ir að fyr­ir­tæki hverfi úr borg­inni eða að laða ný fyr­ir­tæki til borg­ar­inn­ar, s.s. með því að bjóða fyr­ir­tækj­um utan Reykja­vík­ur áhuga­verðar lóðir eða hús­næði í borg­inni. Það var af­drifa­ríkt þegar Mar­el fór frá Höfðabakka 9 árið 2002 í Garðabæ. Nú er það verðmæt­asta al­menn­ings­hluta­fé­lag lands­ins með mörg hundruð starfs­menn hér á landi og um 7.000 víða um heim. Sýslumaður höfuðborg­ar­svæðis­ins flutti til Kópa­vogs árið 2016, höfuðstöðvar Íslands­banka fluttu til Kópa­vogs í lok sama árs og Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins til Kópa­vogs árið 2019. Starf­sem­in í Orku­hús­inu við Suður­lands­braut flutti einnig í Kópa­vog árið 2019. Haf­rann­sókna­stofn­un fór 2020 til Hafn­ar­fjarðar, ýmis heil­brigðis­fyr­ir­tæki í Urðar­hvarf í Kópa­vogi árin 2019-2021 og Vega­gerðin til Garðabæj­ar 2021.


Þá fyr­ir­hug­ar Tækni­skól­inn nú flutn­ing til Hafn­ar­fjarðar svo og Icelanda­ir. Vík­ing­bát­ar, öfl­ugt og ört vax­andi fyr­ir­tæki sem fram­leiðir litla og allt upp í 30 tonna smá­báta úr trefjaplasti, er að fara til Hafn­ar­fjarðar. ILVA fór af Korpu­torgi í Kaup­tún í Garðabæ og Sól­ar ræst­ing­ar, næst­stærsta ræst­inga­fyr­ir­tæki lands­ins með um 400 starfs­menn, flutti ný­lega til Hafn­ar­fjarðar, en það stærsta, Dag­ar, er í Garðabæ. Bara nokk­ur dæmi. Auðvitað eiga sum­ir flutn­ing­ar sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar, en flótti fyr­ir­tækja er orðinn óþægi­lega mik­ill.


Sam­ráðsleysi um sam­göngu­mál

Góðar sam­göng­ur skipta fyr­ir­tæk­in miklu máli, bæði hvað varðar aðkomu og bíla­stæði fyr­ir viðskipta­vini og síðan aðstöðu til að keyra út vör­ur. Taf­ir í um­ferðinni og erfið aðkoma víða að versl­un­ar­hús­næði m.a. vegna breyt­inga á gatna­kerfi veld­ur mikl­um erfiðleik­um og auka­kostnaði.

Borg­ar­yf­ir­völd þurfa að hlusta á eig­end­ur og starfs­menn fyr­ir­tækj­anna. Fyr­ir­tæk­in í borg­inni hafa ekki verið mikið spurð um sam­göngusátt­mál­ann eða borg­ar­línu. Ekki kæmi á óvart að sum­ar versl­an­ir og fyr­ir­tæki við Suður­lands­braut fari að hugsa sér til hreyf­ings, nái fyr­ir­ætlan­ir vinstri meiri­hlut­ans fram að ganga að rífa upp þá götu með ærn­um til­kostnaði og setja borg­ar­línu á rauðan dreg­il á miðjuna. Við það mun ak­rein­um fyr­ir al­menna um­ferð fækka um helm­ing eða úr fjór­um í tvær og vinstri beygj­ur verða bannaðar sök­um for­gangsak­rein­ar­inn­ar í miðjunni. Ljós­a­stýr­ingu þarf svo að setja við gang­braut­ir fólks sem þarf að kom­ast yfir göt­una að stoppistöð borg­ar­lín­unn­ar, sem er á miðri göt­unni, með til­heyr­andi um­ferðart­öf­um.


Fram­kvæmd­ir af þessu tagi taka jafn­framt mörg ár með töf­um og tjóni fyr­ir íbúa jafnt sem at­vinnu­lífið á svæðinu. Suður­lands­braut er í fyrsta áfanga borg­ar­línu og þessi út­færsla verður ekki samþykkt af Sjálf­stæðis­flokkn­um frek­ar en aðrar slæm­ar út­færsl­ur vinstri meiri­hlut­ans sem eiga eft­ir að dúkka upp. Þetta er bara byrj­un­in, vís­ir að því sem koma skal. Það eru aðrar leiðir fær­ar. Svona aðför að ein­um sam­göngu­máta set­ur eðli­lega bílaum­ferð og at­vinnu­líf á svæðinu úr skorðum.


Það eru aðallega þrír hóp­ar viðskipta­vina sem skipta borg­ina mestu máli og hún á að þjóna. Það er fólkið í borg­inni, fyr­ir­tæk­in og ferðamenn­irn­ir . Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill að borg­in virki fyr­ir alla þessa hópa og kall­ar eft­ir stuðningi frá þér, kjós­andi góður, næst­kom­andi laug­ar­dag, hinn 14. maí.


Morgunblaðið, 12. maí. 2022.

19 views0 comments

Comments


bottom of page