top of page

Íþróttaaðstaða í heimsklassa – sjálfsögð mannréttindi barna

Björn Gíslason skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins


Íþrótta- og æsku­lýðsmál hafa lengi átt hug minn all­an. Þegar ég hætti í slökkviliðinu árið 2016 gafst enn frek­ari tími til þess að sinna þess­ari ástríðu minni. Það var því stór stund þegar nýr og glæsi­leg­ur knatt­spyrnu­völl­ur var vígður í Árbæn­um, mínu heima­hverfi, sum­arið 2018. Sömu sælu­til­finn­ingu upp­lifði ég sama ár þegar sér­stök rafíþrótta­deild hóf starf­semi sína í Árbæn­um.


Ég þekki hversu já­kvæð áhrif íþrótta- og tóm­stund­astarf hef­ur á börn og ung­menni. Hreyf­ing og íþrótt­ir eru nefni­lega stór þátt­ur í heil­brigðum upp­vexti. Rétt eins og skóla­gang­an sjálf. Íþrótta­mann­virki eru þess vegna mik­il­væg­ir innviðir, al­veg eins og skóla­hús­næði eða vega­kerfið.


Innviðum hef­ur al­mennt ekki verið sinnt sem skyldi í stjórn­artíð vinstri meiri­hlut­ans sem stjórnað hef­ur í Reykja­vík – með ör­stutt­um hlé­um – í tæp þrjá­tíu ár, og dug­ar í þeim efn­um að nefna viðvar­andi viðhalds­leysi á skóla­hús­næði og öðrum fast­eign­um á veg­um borg­ar­inn­ar. Þótt aðstaða sumra íþrótta­fé­laga sé til fyr­ir­mynd­ar er það þó svo að önn­ur hverfi hafa fallið langt á eft­ir. Sam­an­b­urður við ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in er okk­ur held­ur ekki hag­felld­ur. Kópa­vog­ur er með fleiri yf­ir­byggða knatt­spyrnu­velli í fullri stærð en Reykja­vík.


Upp­bygg­ing íþróttainnviða er fjár­fest­ing sem skil­ar sér

Íþróttaaðstaða í mörg­um borg­ar­hverf­um er hrein­lega óboðleg og hef­ur verið leyft að drabbast niður. Næg­ir þar að nefna Laug­ar­dal­inn – þar sem löngu er orðið tíma­bært að byggja full­nægj­andi íþrótta­hús fyr­ir íþrótta­fé­lög­in og skól­ana. Sama gild­ir um Vest­ur­bæ­inn, þar sem aðstaðan ann­ar hvergi nærri þeim fjölda sem í hana sæk­ir. Það geng­ur ekki að efni­legt íþrótta­fólk úr þess­um hverf­um og fleir­um í Reykja­vík þurfi að fara bæj­ar­enda á milli, eða í ná­granna­sveit­ar­fé­lög, til að stunda íþrótt sína.


Ekki þarf að fjöl­yrða um sam­fé­lags­lega gagn­semi íþrótta og hreyf­ing­ar. Upp­bygg­ing íþróttainnviða er fjár­fest­ing sem skil­ar sér í bættri and­legri og lík­am­legri heilsu borg­ar­búa, með til­heyr­andi sparnaði fyr­ir heil­brigðis­kerfið. Viðun­andi íþróttaaðstaða er ein­fald­lega þjóðhags­lega hag­kvæm fram­kvæmd.


Það eru sjálf­sögð mann­rétt­indi barna að geta gengið að fyrsta flokks íþróttainnviðum inn­an sinna hverfa. Við eig­um að tryggja börn­um jafnt aðgengi að íþróttaaðstöðu, óháð bú­setu. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill ráðast í stór­fellt átak í upp­bygg­ingu íþróttaaðstöðu í Reykja­vík og tryggja viðun­andi aðstöðu í öll­um hverf­um. Þannig sinn­um við þörf­um allra – af­reks­fólks og þeirra sem stunda hreyf­ingu á sín­um for­send­um.


Morgunblaðið, 6. maí. 2022.

6 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page