top of page

Stefnumál

Grunnforsenda þess að borgin geti boðið þér öfluga þjónustu, spennandi borgarumhverfi og lága skatta er afar einföld - skilvirkt stjórnkerfi og traustur fjárhagur.

málefnamyndir3.jpg

Við viljum að Reykjavík verði framúrskarandi borg fyrir fjölskyldur. Bjóða þarf barnvænt umhverfi, öfluga þjónustu og jöfn tækifæri fyrir öll börn að þroska hæfileika sína.

málefnamyndir7.jpg

Bregðast þarf við uppsöfnuðum húsnæðisvanda í borginni. Ráðast þarf í kröftuga húsnæðis-uppbyggingu um alla borg, með áherslu á fjölbreytt húsnæði fyrir fólk á öllum æviskeiðum.

málefnamyndir8.jpg

Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur. Einn fararmáti á ekki að útiloka annan - framtíðin á að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika.

málefnamyndir4.jpg

Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja velferðarþjónustu sem eykur lífsgæði, stuðlar að virkni og tryggir öllum borgarbúum möguleikann á að lifa með reisn. Með stuðningi við einkaframtakið má fjölga valkostum og mæta margbreytilegum þörfum.

málefnamyndir2.jpg

Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa jákvæða hvata fyrir framfarir og verðmætasköpun í Reykjavík.  Tryggja þarf að opinber kerfi hafi hvetjandi, en ekki hamlandi áhrif á frumkvæði og framtak í borginni.

málefnamyndir5.jpg

Við viljum efla borgarhverfin og tryggja aukna nærþjónustu innan hverfa. Hverfin þurfa að vera barnvæn, örugg og stuðla að bættri lýðheilsu íbúanna.

málefnamyndir.jpg

Reykjavíkurborg þarf að vera í forystu sveitarfélaga í loftslagsmálum. Við viljum tryggja greiðan aðgang að hreinni orku, grænum svæðum og hreinu umhverfi.

málefnamyndir9.jpg

Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur hjá skapandi fólki. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn sem stuðlar að framþróun menningar, lista og hugverkaiðnaðar -  og búa til sterkari grunn svo hægt sé að skapa ný og spennandi tækifæri.

málefnamyndir6.jpg

Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavíkurborg verði í fararbroddi á heimsvísu í baráttunni fyrir mannréttindum. Skapað verði borgarumhverfi þar sem öll geta leitað hamingjunnar á eigin forsendum á grundvelli frelsis, jafnréttis og mannréttinda.

bottom of page