Atvinnulíf

Kröftugt atvinnulíf og nýsköpun

Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa jákvæða hvata fyrir framfarir og verðmætasköpun í Reykjavík.  Tryggja þarf að opinber kerfi hafi hvetjandi, en ekki hamlandi áhrif á frumkvæði og framtak í borginni.

_lina4.png

Við viljum að borgin verði eftirsóknarverður kostur fyrir atvinnulíf og nýsköpun. Við ætlum að auka framboð atvinnulóða í borginni og lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.

 

Við ætlum að styðja betur við nýsköpun og hugvitsdrifna atvinnustarfsemi. Við viljum að borgin laði að sér innlenda sem erlenda sérfræðinga og hyggjumst skipuleggja nýsköpunarþorp í Örfirisey.

 

Við viljum aðstoða fólk aftur á vinnumarkað og efla það til sjálfshjálpar. Við ætlum að bjóða ráðningastyrk í 12 mánuði með þeim einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hjá borginni.