top of page

Barnvæn borg

Við viljum að Reykjavík verði framúrskarandi borg fyrir fjölskyldur. Bjóða þarf barnvænt umhverfi og jöfn tækifæri fyrir öll börn að þroska hæfileika sína.

_lina12.png

Við viljum tryggja leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Það þarf að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Við viljum tryggja stærri vinnustöðum sveigjanleikann til að opna daggæslu eða leikskóla fyrir börn starfsmanna. Þannig mætti styðja betur við foreldra sem eiga í erfiðleikum með að komast aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna og skapa aukinn sveigjanleika.

 

Við viljum tryggja foreldrastyrk að fjárhæð 200.000 kr. mánaðarlega, til foreldra sem kjósa að vera heima með börnin sín að fæðingarorlofi loknu, til allt að tveggja ára aldurs.

Við viljum hækka niðurgreiðslur til dagforeldra með börnum 12 mánaða og eldri, svo greitt sé sama gjald fyrir barn á leikskóla og barn hjá dagforeldri. 

Við viljum tryggja heilsusamlegt skólahúsnæði fyrir börnin í borginni.

 

Við viljum ráðast í viðhaldsátak og endurgerð á leiksvæðum í borginni.

Við viljum sýna metnað í skólastarfi og koma grunnskólum Reykjavíkur í hóp 10 fremstu innan OECD árið 2040.

Við viljum auka vægi list- verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri að þroska hæfileika sína og undirbúa börn undir veruleika framtíðar.

 

Við viljum forgangsraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í þágu barna og ungmenna í borginni.

bottom of page