top of page

Fjármál

Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að rekstur borgarkerfisins verði endurskipulagður. Stjórnkerfi borgarinnar hefur orðið að bákni -  minnka þarf yfirbyggingu, stöðva skuldasöfnun og sýna ráðdeild þegar sýslað er með fjármuni borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn veit að svo bjóða megi öfluga grunnþjónustu verður fjárhagur borgarinnar að vera traustur.

_lina6.png

Við teljum löngu tímabært að minnka yfirbygginguna, stöðva skuldasöfnunina og hagræða í rekstri borgarinnar.

Við teljum rétt að borgin dragi úr samkeppnisrekstri.

Við viljum lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og munum vinna áfram að lækkun skatta um leið og forsendur hafa skapast.

Við munum þrýsta á um lagabreytingu svo fækka megi borgarfulltrúum úr 23 í 15.

 

Við teljum nauðsynlegt að ná fram hagræðingu innan borgarinnar með einföldun kerfa og rafrænni stjórnsýslu.

bottom of page