top of page
Loftslagsmál
Reykjavíkurborg þarf að vera í forystu sveitarfélaga í loftslagsmálum. Við viljum tryggja greiðan aðgang að hreinni orku, grænum svæðum og hreinu umhverfi.

Við viljum hraða orkuskiptum í samgöngum og styðja við umhverfisvæna fararmáta. Við teljum mikilvægt að stórbæta aðgengi að hleðslustöðvum, í samstarfi við aðila á markaði.
Við viljum vinna að kolefnisbindingu með lausnum á borð við Carbfix, endurheimt votlendis og skógrækt. Við viljum jafnframt tryggja lægri álögur fyrir umhverfisvænan byggingaiðnað.
Tryggja þarf öflugri grunnþjónustu í borginni, ekki síst þegar kemur að daglegu lífi.
Það er forgangsmál að tryggja öflugri snjóruðning, götusópun, sorphirðu og endurvinnslu um alla borg.
Hrein borg - fögur torg!
bottom of page