Mannréttindi í forgrunni
Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavíkurborg verði í fararbroddi á heimsvísu í baráttunni fyrir mannréttindum. Skapað verði borgarumhverfi þar sem öll geta leitað hamingjunnar á eigin forsendum á grundvelli frelsis, jafnréttis og mannréttinda.

Við viljum að borgin vinni að markmiðum Regnbogakortsins og verði hinseginvænsta borg í heimi. Við leggjum áherslu á að regnboginn verði áfram á Skólavörðustíg.
Við leggjum áherslu á að efla NPA þjónustu í borginni sem tryggir réttinn til sjálfstæðs lífs. Tryggja þarf fötluðu fólki réttinn til öryggis og mannlegrar reisnar.
Við viljum tryggja innflytjendum og börnum af erlendum uppruna þá kennslu og þjónustu sem þeim reynist nauðsynleg - ekki síst íslenskukennslu og aðstoð við félagslega aðlögun.