Samgöngumál
Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur. Einn fararmáti á ekki að útiloka annan - framtíðin á að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika.
Við viljum hefja uppbyggingu Sundabrautar strax á þessu kjörtímabili enda þjóðhagslega arðbær samgönguframkvæmd.
Við viljum hefja uppbyggingu hágæða almenningssamgangna sem byggja á hagkvæmni og skilvirkni.
Við viljum tryggja frjálsa valkosti í samgöngum þar sem ólíkir faramátar vinna saman en ekki gegn hver öðrum.
Við teljum mikilvægt að innleiða hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar af metnaði og styðja enn betur við hjólreiðar sem samgöngumáta í borginni.
Við leggjum ríka áherslu á bætt umferðaröryggi fyrir alla fararmáta. Öryggi má bæta á hættumiklum gatnamótum með lausnum á borð við stokka.
Við viljum hvetja til breytilegs upphafs vinnudags á stærstu vinnustöðum borgarinnar. Þannig má dreifa umferðarálagi og létta á umferð.
Við viljum styðja betur við deilihagkerfið í samgöngum og fjölga deilibílum í borginni í samstarfi við aðila á markaði.