Velferð

Velferð á öllum æviskeiðum

Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja velferðarþjónustu sem eykur lífsgæði, stuðlar að virkni og tryggir öllum borgarbúum möguleikann á að lifa með reisn. Með stuðningi við einkaframtakið má fjölga valkostum og mæta margbreytilegum þörfum.

_lina1.png

Við ætlum að tryggja uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri Reykvíkinga þar sem heimili, verslun, félagslíf og fjölbreytt þjónusta er aðgengileg á einum stað.

Við ætlum að hækka tekjumörk vegna afslátta af fasteignasköttum 67 ára og eldri. Þannig getur fólk þénað sem nemur 1.800.000 kr. til viðbótar árlega, án þess að afslættir af fasteignasköttum verði skertir.

 

Við viljum styðja betur við heilsueflingu eldri borgara, enda hafa mælingar sýnt hvernig aukin hreyfing hefur áhrif á heilbrigði og lífsgæði á efri árum.

Við viljum gera fólki kleift að búa heima svo lengi sem það kýs. Forsenda þess er öflug og samræmd heimaþjónusta og heimahjúkrun.

 

Við ætlum að gera átak í uppbyggingu hjúkrunarrýma í borginni í samstarfi við ríkið.

 

Við viljum tryggja fjölbreytt rekstrarform í velferðarþjónustu og teljum velferðartækni mikilvægan þátt íi öryggi og bættri aðstöðu í heimahúsum eldra fólks.