Húsnæðismál

Húsnæðismál

Bregðast þarf við áralöngum uppsöfnuðum húsnæðisvanda í borginni. Ráðast þarf í kröftuga húsnæðisuppbyggingu um alla borg, með áherslu á fjölbreytt húsnæði fyrir fólk á öllum æviskeiðum.

_lina6.png

Við ætlum að ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu um alla borg. Við munum skipuleggja ný hverfi samhliða því að þétta byggð innan hverfa sem hafa til þess svigrúm, í sátt við íbúa og umhverfi.

 

Við viljum tryggja fjölbreyttar húsnæðislausnir fyrir fólk á öllum aldri. Lífsgæðakjarana fyrir eldri Reykvíkinga, hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur og fjölskylduvænt húsnæði um alla borg.

 

Við ætlum að liðka fyrir húsnæðis-uppbyggingu með því að einfalda stjórnkerfið, tryggja rafræna stjórnsýslu og 30 daga afgreiðslufresti.