top of page

Húsnæðismál

Bregðast þarf við áralöngum uppsöfnuðum húsnæðisvanda í borginni. Ráðast þarf í kröftuga húsnæðisuppbyggingu um alla borg, með áherslu á fjölbreytt húsnæði fyrir fólk á öllum æviskeiðum.

_lina6.png

Við teljum nauðsynlegt að ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu um alla borg. Við viljum skipuleggja ný hverfi samhliða því að þétta byggð innan hverfa sem hafa til þess svigrúm, í sátt við íbúa og umhverfi.

 

Við viljum tryggja fjölbreyttar húsnæðislausnir fyrir fólk á öllum aldri. Lífsgæðakjarana fyrir eldri Reykvíkinga, hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur og fjölskylduvænt húsnæði um alla borg.

 

Við viljum liðka fyrir húsnæðisuppbyggingu með því að einfalda stjórnkerfið, tryggja rafræna stjórnsýslu og 30 daga afgreiðslufresti.

bottom of page